Úr viðjum vanans
-
Glímir þú við erfiðar tilfinningar og hugsanir?
-
Vilt þú hafa skýrari forgangsröðun í lífi þínu?
-
Langar þig að gera meira af því sem skiptir þig máli?
Twelve námskeiðið er byggt á nálgun tólfspora kerfisins sem þekkt er hjá Alcoholics Anonymous. Markmið ferlisins er að bæta líðan, virkni og lífshamingju með því að hjálpa fólki að:
Námskeiðið getur gagnast öllum sem vilja bæta og auðga líf sitt.
Áskriftin veitir þér aðgang að myndbands-fyrirlestrum sem útskýra æfingar í gegnum ferlið á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Hægt er að nálgast hljóðbækur sem tengjast tólfspora kerfinu.
Í hverju skrefi þarf að svara verkefni og leiðbeiningum sem auðga upplifun þína í ferlinu.
Hljóðskrár og hugleiðslur sem leiða þig í gegnum æfingar og slökun sem tengjast aðalatriðum í hverju skrefi.
Á meðan áskrift þín er virkgetur þú sent inn fyrirspurnir til okkar og leitað ráða.
Kaupa áskriftTwelve er lífstíls námskeið. Okkar markmið er að að bera út þá visku og þann kærleik sem 12 Spor/vörður hafa að geyma, stuðla að því kynna efni sem tengist þessum lífsstíl og veita þeim stuðning sem vilja temja sér lífsstíl þessa prógramms. Twelve er ekki trúarbragðafélag enda er ekki verið að tilbiðja, heldur verið að vinna með ferli sem veitir andlega lausn og frelsi frá sjálfi. Twelve er opið öllum óháð, kyni, kynhneigð, litarhætti, menningarheimi, trúarbrögðum, og lífsskoðunum. Twelve er fyrir þá sem finnst þeim vera við stjórn í sínu eigin lífi, en lifa í algerri ringulreið, Twelve er fyrir alla .
Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart, atburðum,fólki, og hugmyndafræði sem hafa mótað hugsun okkar,atferli og viðbrögð. Einnig að líf okkar einkenndist af stjórnleysi á flestum ef ekki öllum sviðum. Fórum að trúa að máttur/kraftur okkur æðri gæti endurvakið okkar andlega heilbrigði, og gert okkur andlega heilbrigð að nýju. Við ákváðum að treysta og lúta vilja þessar æðri máttar/krafts,samkvæmt okkar eigin skilningi á honum.
1Við gerðum rækileg og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir æðri mætti, sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst. Við vorum þess albúin að láta okkar æðri mátt fjarlægja alla okkar skapgerðabresti. Við báðum æðri mátt í auðmýkt að losa okkur við brestina. Við skráðum misgjörðir gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær
2Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar útaf bar viðurkenndum yfirsjónir okkar umsvifalaust. Við leituðumst við beð bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við æðrimátt/ kraft/kjarna og báðum um það eitt að vitja vilja hans og hafa mátt til að framkvæma vilja hans og þess góða sem gerir heiminn betri. Við vöknuðum til vitundar um lífið er við stigum þessi spor og unnum markvisst á að gera lífið okkar betra og þann heim sem við búum í betri með ást, kærleik og umburðarlyndi.
3Twelve býður upp á fræðslu og fyrirlestra fyrir hópa, fyrirtæki og félagasamtök. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á slíku.
Markmið Twelve er að auka aðgengi almennings að gagnreyndum úrræðum til að bæta geðheilsu, líðan og lífsgæði með hjálp nútímatækni.
Ef þú hefur hugmynd á því sviði eða hefur áhuga á samstarfi við okkur hafðu þá endilega samband.