Hverjar eru þínar venjur?Mismunandi verkfæri fyrir mismunandi lausnir.

Twelve snýst um viðhorfsbreytingu og uppsetningu framkvæmdaráætlunar með einföldum æfingum til velfarnaðar. Losnaðu úr viðjum vanans og koma úr vanlíðan í vellíðan. Lærðu að vera meðvituð/meðvitaður um slæma vana til að geta breytt þeim og lærðu að halda í þá góðu. Twelve snýst um að opna hugann fyrir breytingum til batnaðar.

Bóka tíma Hafa samband
Lesa nánar

Hvað þarf ég að gera ? Ráðgjöfin

Að umbreyta lífi sínu getur verið átakanlegt en jafnframt gefandi. Stundum er það nú bara þannig að við þurfum á aðstoð og aðhaldi að halda við þá framkvæmd. Markmið okkar er að hjálpa þér í þeirri vegferð og vera til staðar í ferlinu með þjálfun í einkatímum og æfingum hér á þessari síðu. Æfingarnar eru líkamlegs eðlis, og einnig í formi hugleiðslu, dáleiðslu og ráðgjafar. Meðvituð ákvörðun um breytingu er forsenda þess að árangur náist í þeirri vinnu.

Lesa nánar

Skref fyrir skref Ferlið okkar

Þitt fyrsta skref er að panta tíma og farið verður í gegnum stöðuna og meðferðin kynnt. Síðan hefst sú vinna sem framundan er með því að nálgast það sem útaf hefur farið í lífi viðkomandi, hvort sem um er að ræða tilfinningalegt ójafnvægi eða venjur sem farnar eru úr böndum. Með því að sleppa því gamla skapast rými fyrir nýtt atferli og nýjar venjur. Það er ekki fyrr en ég sleppi að ég hryndi öllum hindrunum úr vegi.

Lesa nánar

Hvers vegna ? Ráðgjöfin

Hver sá er virkilega langar að breyta lífi sínu og byggja líf sitt á nýjum grunni með því að umbreyta venjum sínum og lífi, með því að opna hug sinn og sjá lífið frá öðru sjónarhorni. Með því að breyta þínum heimi og því lífi sem þú hefur lifað mun sýn þín á heiminum breytast.