Hvað þarf ég að gera ?Í hverju felst ráðgjöfin

Markmið okkar er að ná til sem flestra sem vilja breyta lífi sínu með einfaldri aðgerðaráætlun og æfingum. Að nálgast sem flesta þýðir að við munum gera okkar besta til að mæta þínum þörfum bæði andlega, líkamlega, og veraldlega með tilheyrandi þjálfun. Aðgerðaráætlun felst í því að boltinn er hjá þér og við verðum þér til stuðnings við hvert fótmál. Við munum aðstoða þig að komast til meðvitundar í lífinu og læra elska sjálfa(n) þig skilyrðislaust og þú munt læra að nýta innsæi þitt í leik og starfi.

Ertu meðvituð/meðvitaður um líðandi stund, ertu meðvituð/meðvitaður um eigin líðan eða hugsaru meira um líðan annara og hefurðu meiri áhyggjur af því hvernig öðrum vegnar í lífinu? Talarðu um fólk ekki en ekki við fólk ? Lifir þú í meðvitund eða þjáist þú af meðvitundarleysi ?

Hvernig breyti ég lífi mínu ? Hver er árangurinn?

Sjálfskoðun er hverri manneskju holl. En sjálfskoðun í einrúmi er iðulega árangurslaus. Það að gera sér grein fyrir því sem hindrar þig í að ná árangri og skoða heiðarlega hver þú ert og umbreyta lífi þínu er góð byrjun á leið til árangurs. Þær hugleiðsluæfingar og sú aðgerðaráætlun sem er í boði mun hjálpa þér að komast í samband við innsæi þitt, og sé hún iðkuð eftir bestu getu munu kvillar eins og kvíði, depurð, streita, reiði, biturð og aðrir nýaldarkvillar líða undir lok. Hver sá er hefst handa mun ná árangri. Hvenær er núna rétti tíminn til að breyta lífi þínu? Hvað ertu tilbúin(n) til að gera til að breyta lífi þínu ?

Hvernig byrja ég ? Hvers vegna að skrá sig?

Með því að hafa samband ertu að hefjast handa. Með því að skrá þig ertu að hefja þig til flugs, flugs sem getur tekið þig þangað sem þú áttir alltaf að fara, í ferðalag til sjálfs þíns. Ert þú besta eintakið af sjálfri/sjálfum þér eða ertu það eintak sem aðrir vilja að þú sért ? Hvað er betra en að vita í alvöru hver þú ert, og í raun hver þú áttir alltaf að þér að vera.