Um okkur Viltu losna úr viðjum vanans ?

 

Twelve er ráðgjafaþjónusta sem varð til í kringum hugmyndafræði tólf spora samtaka, sem síðar breyttist úr því í að nálgast alla þá sem vilja læra nýta sér þau fræði, ásamt því að kynna fleirri hugmyndir um betrun og breytingar til velfarnaðar. Okkur markmið er að nálgast hvern þann sem er í leit að breyttum lífstíl og betri líðan. Twelve snýst um að umbreyta lífi sínu, einn dag í einu, tólf mánuði ársins.

Að stíga út fyrir þægindarammann getur verið strembið. Hver og einn einsaklingur þekkir sínar gömlu hefðir eða venjur og oft getur verið erfitt að söðla um og breyta um lífstíl, en stundum verða til þannig aðstæður að einsaklingur er nauðbeygður til að horfast í augu við sjálfan sig og taka ábyrgð og breyta lífi sínu. Stundum er það þannig að allt er betra en að vera eins og maður var.

Stofnandi & ráðgjafi Vignir Daðason

Árið 2000 gerðist sá atburður í lífi mínu að dóttir mín fæddist og ég þráði ekkert meira en að verða betri einstaklingur, verða besta eintakið af sjálfum mér og vera til staðar fyrir dóttur mína, en sama hvað ég reyndi þá hafði ég ekki það sem þurfti til, ég hafði ekki þann kraft sem þurfti til. Árið 2004 kynntist ég tólf spora samtökum og í þeirri vegferð kynntist ég sjálfum mér og fékk þann kraft sem til þurfti að breytast, ég varð heillaður af þessari aðferð, hún gaf mér kraft til að læra og þroskast meira. Ég lét ekki staðar numið við Tólf spor heldur hélt ég á vit ævintýra erlendis og lærði og upplifði ýmsar dáleiðslu aðferðir sem og NLP (Nuero Lingustic Programing ) Health Coaching, Life Coaching, Yager meðferð, Klíniska Dáleiðslu, Depression dáleiðsla, Parts & Regression dáleiðsla þá helsta sé nefnt. Mitt andlega ferðalag stendur enn og mun standa yfir um ókomna tíð. Mitt mottó er að Ég tala ekki um fólk, Ég tala við fólk.

Hafa samband

Hafðu samband Stígðu fyrsta skrefið

Það breytist ekkert í lífi þínu nema að þú breytir því. Sú breyting sem lífið hefur uppá að bjóða fellst í framkvæmd og að taka skrefið. Allt sem ég er, er lærð hegðun, ef mig langar að breytast þarf ég að breyta því hvernig ég hegða mér.